Ótrúleg sigurganga Sigurðar

Snóker­tíma­bilið er farið á fullt hér á landi þar sem Sig­urður Kristjáns­son hef­ur farið á kost­um. Annað stiga­mót tíma­bilið fór fram um síðustu helgi á Bill­i­ar­dbarn­um.

21 leikmaður tók þátt en riðlar voru leikn­ir á laug­ar­degi og út­slátt­ur á sunnu­degi.

Ríkj­andi Íslands­meist­ar­inn Þorri Jens­son og Sig­urður, stiga­meist­ari síðasta tíma­bils, voru báðir á meðal kepp­enda.

Þorri féll úr leik í undanúr­slit­um gegn fyrr­um at­vinnu­mann­in­um Alan Trigg. Alan og Sig­urður léku til úr­slita en úr varð há­spennu­leik­ur. Sig­urður tryggði sér sig­ur­inn í fjórða ramma með góðu stuði upp á 53.

Sig­urður vann þar með alla leiki sína á mót­inu 3:1

Sig­ur­inn á mót­inu þýðir að Sig­urður hef­ur nú unnið átta stiga­mót og 37 leiki í röð.

Síðasti tap­leik­ur hans kom þegar Jón Ingi Ægis­son vann 3:0 þann 3. apríl 2022.

CATEGORIES:

Uncategorized

Tags:

Comments are closed

Latest Comments

No comments to show.