
Snókertímabilið er farið á fullt hér á landi þar sem Sigurður Kristjánsson hefur farið á kostum. Annað stigamót tímabilið fór fram um síðustu helgi á Billiardbarnum.
21 leikmaður tók þátt en riðlar voru leiknir á laugardegi og útsláttur á sunnudegi.
Ríkjandi Íslandsmeistarinn Þorri Jensson og Sigurður, stigameistari síðasta tímabils, voru báðir á meðal keppenda.
Þorri féll úr leik í undanúrslitum gegn fyrrum atvinnumanninum Alan Trigg. Alan og Sigurður léku til úrslita en úr varð háspennuleikur. Sigurður tryggði sér sigurinn í fjórða ramma með góðu stuði upp á 53.
Sigurður vann þar með alla leiki sína á mótinu 3:1
Sigurinn á mótinu þýðir að Sigurður hefur nú unnið átta stigamót og 37 leiki í röð.
Síðasti tapleikur hans kom þegar Jón Ingi Ægisson vann 3:0 þann 3. apríl 2022.
Comments are closed